Spilareglur

1. Almennar skilgreiningar og reglur

Gjöf
Dreifing spila til spilara og gjafara.

Eftirlitsmaður
Ábyrgðarmaður fyrir yfirstjórn við framkvæmd spilsins.

Gjafari
Stjórnar framkvæmd spilsins.

Spilasleði
Tæki sem notað er við gjöf spila.

2. Skilgreiningar og reglur Baccarats

1. Skilgreiningar og nánari upplýsingar

1.1 Skilgreiningar

Baccarat
Stigafjöldi handar Spilara eða Bankahaldara er núll.

Hönd bankahaldara
Hönd með spilum sem bankahaldari fékk.

Hönd spilara
Hönd með spilum sem spilari fékk.

Natural
Hönd með stigafjöldann 8 eða 9 með fyrstu 2 spilum.

Jafntefli
Þegar stigafjöldi beggja handa spilara og bankahaldara er sá sami.

Stigafjöldi
Stigafjöldi hverrar handar er jafn summu punktafjölda á hendinni og er eins stafs tala frá 0 til og með 9. Ef summa punktafjölda á hendinni er tveggja stafa tala þá telst fyrri tölustafurinn ekki með og síðari verður þá stigafjöldi handarinnar.

1.2. Efnislegir eiginleikar baccarat-borðs(a)

1.2.1 Baccarat er spilað við venjulegt 1450x800 mm skeifulaga borð þar sem eru þrír veðmöguleikar: spilari, jafntefli og bankahaldari.

1.2.2. Baccarat-borð verður að hafa rekka fyrir notuð spil. Borð eru ekki með gægjuvörn. Spilaskannar mega koma í stað gægjuvarna.

Ef fleiri en eitt baccarat-borð eru í notkun verða borð að hafa auðkennisnúmer, nafn eða kóða, sem spilavítið úthlutar, á yfirborði spilaborðs eða innan notendaviðmóts spilara.

1.2.3. Gjafarsleðar.
Gjafarsleða verður að hanna og smíða til að viðhalda heilindum leiksins.

1.3. Spilin

1.3.1. Baccarat er spilað með átta spilastokkum, sem hver samanstendur af 52 spilum án jókera, með bakhlið spilanna af sama lit og hönnun og með tveimur skiptispilum sem verður að snúa við. Annað skal setja undir spilabunkann og hitt verðu sjöunda neðsta spilið. Spilin skal taka úr sérhönnuðum gjafarsleða.

1.3.2. Gildi spila í stokknum eru eftirfarandi:
i. Spil frá 2 til 9 hafa nafngildi sitt,
ii. Tía, gosi, drottning, eða kóngur hafa gildið 0,
iii. Ás getur hefur gildið 1. Til dæmis:
a: Hönd sem samanstendur af ási, tvisti og fjarka er með stigafjöldann 7.
b: Hönd sem samanstendur af ási, tvisti og níu er með summu 12 en stigafjöldinn er 2 því fremri stafnum er sleppt.

1.3.3. Spilin skal skoða fyrir byrjun leiksins og að leiks lokum.

2. Veðmál

2.1. Almennar reglur

2.1.1 Spilari má veðja á viðeigandi svæði Baccarat-sniðs á skjánum. Að hámarki má veðja á 3 möguleika á spilasvæðinu: Spilara, Bankahaldara eða Jafntefli.

2.1.2. Veðmál á „hönd bankahaldara“ er:
i. unnið ef „hönd bankahaldara“ er með hærra stigafjölda en „hönd spilara“
ii. tapa ef „hönd bankahaldara“ er með lægra stigafjölda en „hönd spilara“
iii. hvorki unnið né tapað ef stigafjöldi „handar bankahaldara“ og „handar spilara“ er jafn

2.1.3. Veðmál á „hönd spilara“ er:
i. unnið ef „hönd spilara“ er með hærra stigafjölda en „hönd bankahaldara“
ii. tapað ef „hönd spilara“ er með lægra stigafjölda en „hönd bankahaldara“
iii. hvorki unnið né tapað ef stigafjöldi „handar spilara“ og „handar bankahaldara“ er jafn

2.1.4. Veðmál á „jafntefli“ er:
i. unnið ef stigafjöldi „handar spilara“ og „handar bankahaldara“ er jafn
ii. tapað ef slíkur stigafjöldi er ekki jafn

2.1.5. Eftir jafntefli er öllum veðmálum skilað sjálfkrafa til baka af kerfinu.

2.1.6. Ekki er heimilt að taka við fleiri veðmálum, hækka þau eða hætta við eftir að kerfistímamælir sem markar veðmálalok hefur hringt. Á þessu stigi verður gjafarinn að tilkynna: „Ekki fleiri veðmál“. „Ekki fleiri veðmál“ skal tilkynna áður en fyrsta spilið er tekið úr gjafarsleða .

2.1.7. Eftir að síðasta spilið hefur verið skannað og gjafarinn tilkynnir úrslitin mun kerfið sjá sjálfkrafa um veðmálin á borðinu. Kerfið skal safna öllum töpuðum veðmálum og borga út veðmálin sem hafa unnið.
i. Leyfð lágmarks- og hámarksveðmál eru sýnd á skjá spilsins.
ii. Hver og einn spilari ber ábyrgð á réttu veðmáli(um)
iii. Kerfið getur hafnað veðmáli áður en spilin eru gefin þegar spilin eru ekki lögð tímanlega, veðmálið uppfyllir ekki skilyrði um lágmarks- og hámarksveðmál eða ekki náðist samband við vefþjón spilsins á tilsettum tíma.

2.1.8. Kerfisbilun mun leiða til ógildingar allra veðmála.

2.2. Útborgun veðmála
Útborganir eru gerðar samkvæmt eftirfarandi reglum:
i. Sigurlaun fyrir veðmál á „hönd spilara“ eru borguð út 1 á móti 1.
ii. Sigurlaun fyrir veðmál á „hönd bankahaldara“ eru borguð út 1 á móti 1 að frádregnum 5% „umboðslaunum“ af heildarupphæð sigurlauna. Kerfið tekur umboðslaunin sjálfkrafa frá spilaranum um leið og útborgun sigurlauna á sér stað.
iii. Sigurlaun fyrir veðmál á „jafntefli“ eru borguð út 1 á móti 8.

3. Meðhöndlun spila og hagræðing

3.1 Skoðun og framsetning spila

3.1.1 Gjafari skal flokka og skoða spil eftir að hafa veitt þeim viðtöku. Gjafari skal tryggja að stokkarnir séu heilir, og engin spil gölluð, rispuð eða merkt með nokkrum hætti.

3.1.2 Gjafari og eftirlitsmaður skulu dreifa spilum, með framhlið upp, til að staðfesta að öll spilin séu til. Bakhlið spilanna verður skoðuð til að ganga úr skugga um að ekkert spil sé merkt þannig að það geti látið í ljós gildi spilsins. Spilin verða skoðuð hvort þau séu á nokkurn hátt sködduð. Eftirlitskerfi spilavítisins skal taka ferlið upp á myndband.

3.1.3 Ef skoðun spilanna leiðir í ljós að spilin séu sködduð eða röng mun eftirlitsmaður skipta þeim út. Gölluðu stokkarnir verða merktir og skilað í spilageymslu.

3.1.4 Þegar spil hafa verið fjarlægð af yfirborði baccarat-spilaborðs og þar eftir tekin aftur í notkun, á hvaða borði sem er, skal gjafari endurskoða og sýna spilin á áðurgreindan máta.

3.2 Stokkun og endurstokkun

3.2.1 Að skoðun spila lokinni skal snúa spilum niður og safna þeim í tvo jafna stafla og svo rugla þeim alveg með því að nota „washing“ eða „chemmy shuffle“ aðferð og því næst að safna þeim aftur í tvo jafna stafla og stokka þeim einu sinni enn með „table riffle“ aðferð.

3.2.2 Eftir að búið er að gefa hvern stafla skal gjafari endurstokka spilin svo þau blandist handahófskennt. Endurstokkun skal eiga sér stað að lokinni þeirri hönd sem er í gangi þegar skiptispili (e. cutting card) er náð.

3.2.3 Gjafari má stokka spilin að lokinn hverri hönd eftir vild spilavítisins.

3.3 Skipti

3.3.1. Eftir að spilin hafa verið stokkuð, verður gjafari að skipta stokknum þannig að hann sjái bakhlið spilanna og skipta þeim sjálfur.

3.3.2. Gjafari verður að skipta spilunum með því að setja skiptispilið í staflann.

3.3.3. Eftir að skiptispilið hefur verið staðsett skal gjafari taka spilin fyrir framan skiptispilið og setja þau aftast í staflann. Eftir það skal gjafari skipta sjö spilum.

3.3.4. Skiptispilið skal setja sjö spilum frá enda staflans.

3.3.5. Spilastaflann skal svo setja í gjafarsleða til að byrja leikinn.

3.4. Spilagjöf

3.4.1. Gjafari verður að gefa spil á viðeigandi svæði sniðsins sem er staðsett beint fyrir framan gjafarann.

3.4.2. Þegar tímanum til að veðja er lokið mun gjafari tilkynna „EKKI FLEIRI VEÐMÁL“ og rautt ljós mun birtast á tímamælinum.

3.4.3. Tvær hendur eru gefnar með framhliðina upp. Fyrsta og þriðja spilið eru hönd spilara. Annað og fjórða spilið eru hönd bankahaldara.

3.4.4. Ef hönd spilara á að fá þriðja spilið samkvæmt Baccarat-reglunum dregur gjafari spil fyrir hönd spilara og setur það hornrétt gagnvart fyrri spilum spilarans.

3.4.5. Ef hönd bankahaldara á að fá þriðja spilið samkvæmt Baccarat-reglunum dregur gjafari spil fyrir hönd bankahaldara og setur það hornrétt gagnvart fyrri spilum bankahaldarans.

3.5. Spilið

3.5.1 Eftir að fyrstu fjögur spil eru gefin:
i. Ef spilari eða bankahaldari er með „natural“ 8 eða 9, má hann ekki halda áfram, undantekningarlaust.
ii. Ef spilari er með summu 6 eða 7 má hann ekki halda áfram.
iii.Ef spilari má ekki halda áfram, má bankahaldari kaupa spil ef summan er 5 eða minna.
iv.Ef spilari er með summu 5 eða minna kaupir hann sjálfkrafa spil og gjafari gefur honum þriðja spilið.
v.Ef spilari fær þriðja spilið dregur bankahaldari þriðja spilið samkvæmt eftirfarandi:

 • Hönd bankahaldara er 0,1,2: bankahaldari dregur alltaf þriðja spilið.
 • Hönd bankahaldara er 3: bankahaldari dregur ef þriðja spil spilara er 1-2-3-4-5-6-7-9-0
 • (ekki 8)
 • Bankahaldari er 4: bankahaldari dregur ef þriðja spil spilara er 2-3-4-5-6-7
 • Bankahaldari er 5: Bankahaldari dregur ef þriðja spil spilara er 4-5-6-7
 • Bankahaldari er 6: bankahaldari dregur ef þriðja spil spilara er 6-7
 • Bankahaldari er 7: bankahaldari heldur ekki áfram

3.5.2 Vinningsröð handa er:
i. Stigafjöldi er níu
ii. Stigafjöldi er átta
iii. A Stigafjöldi er sjö og
iv. Áfram í lækkandi röð þar til Baccarat stigafjölda

3.5.3. Gjafari mun tilkynna sigurvegara og úrslitin munu birtast jafnóðum á síðu spilara.

3.5.4. Þegar skiptispilið kemur upp á meðan spilinu stendur verður það tekið burt og sett hægra megin frá gjafaranum, við hliðina á spilahaldara og þannig að spilari geti séð það vel. Gjafarinn skal tilkynna „Síðasta hönd fyrir stokkun“. Þegar sú hönd er búin verða engin ný spil gefin fyrr en búið verður að endurstokka þau.

3.6 Upptaka spila

3.6.1Við leikslok mun gjafari hreinsa borðið með því að taka upp spilin. Þetta skal gert frá hægri til vinstri, eitt af einu, setjandi eitt ofan á annað svo hægt sé að leggja þau aftur á borðið ef til deilna skyldi koma.

3.6.2 Hver gjafari skal alltaf gæta þess að taka spilin upp í einni og sömu röð, á hverri vakt.

3.6.3 Eftir upptöku skal setja öll spil gjafara og spilara í rekkann fyrir notuð spil.

4. Bannhegðun

4.1 Ekkert spilavíti eða önnur persóna má fjarlægja, bæta við eða breyta neinum spilum nema eins og gert er ráð fyrir í reglum þessum og enginn gjafari né annar starfsmaður spilavítisins munu heimila nokkurri persónu að stunda slíkt.

4.2 Gjafari skal ekki líta á né sýna nokkrum aðila, framhlið spils áður en það er gefið.

4.3 Enginn gjafari eða eftirlitsmaður mun ráðleggja spilaranum spiláætlun né ráðleggja um hvað sé rétt að gera meðan spilari er enn með veðmál yfirstandandi á hendi.

3. Skilgreiningar og reglur Blackjack

1. Skilgreiningar og nánari upplýsingar

1.1 Skilgreiningar


Blackjack
Ás og annað spil virði tíu stig, gefið sem upphaflegu tvö spilin til annað hvort gjafara eða spilara.

Harðtala eða stigafjöldi harðtölu
Stigafjöldi handar sem inniheldur enga ása eða ása sem taldir eru sem eitt stig, hver.

Falið spil
Spil sem gjafari fær gefið og snýr niður þar til allir aðrir leikmenn hafa fengið spilin sem þeir óska eftir.

Fyrirkomulag eða fyrirkomulag borðs
Áklæði, dúkur, eða annað efni sem þekur spilaflöt borðsins sem Blackjack er spilaður á.

Lin tala eða stigafjöldi linrar tölu.
Stigafjöldi handar sem inniheldur einn eða fleiri ása, þar sem einn er talinn sem 11 stig.

1.2 Efnisleg eiginleikar Blackjack-borðsins. Uppsetning Blackjack-borðsins. sennilega er betra að nota „uppsetning“

1.2.1 Blackjack er spilaður á hefðbundnu 1450x800mm hringborði með pláss fyrir allt að en ekki fleiri en sjö leikmenn á einni hlið og gjafara á hinni.

1.2.2 Blackjack-borð verður að hafa rekka fyrir notuð spil. Borð eru ekki með gægjuvörn (e. peek device“). Spilaskannar mega koma í stað gægjuvarna.

Ef fleiri en eitt Blackjack-borð er í notkun verða borð að hafa auðkennisnúmer, nafn eða kóða, sem spilavítið úthlutar, á yfirborði spilaborðs eða innan notendaviðmóts spilara.

1.2.3 Eftirfarandi skal birt, annað hvort á spilaborðinu sjálfu eða á skilti á borðinu sem er auðsjáanlegt hverjum leikmanni:

i. Efnislega þessi yfirlýsing: „Gjafari verður að draga upp að 16 og staðnæmast á 17“
ii. „Blackjack borgar 3 á móti 2“ (setjið inn hærri líkur eftir því sem við á) og „Trygging borgar 2 á móti 1“ (setjið inn hærri líkur og takmarkanir á tryggingu eftir því sem við á).

1.3. Reglur leiksins verða að setja fram:
i.lágmarks- og hámarksveðmál og, ef við á, lágmarks- og hámarksheildarveðmál á borðinu ,fyrir sérstakar aðstæður.
ii. Ef við á, takmarkanir á tvöföldun.(double down)
iii. Ef við á, takmarkanir á skiptingu ása eða fjölda spila sem draga má á skipta ása.
iv. Ef við á, sérstakar greiðsluáætlanir eða líkur

1.4 Gjafarsleðar
Gjafarsleða verður að hanna og smíða til að viðhalda heilindum leiksins. Gjafarsleða og rekka fyrir notuð spil skal skoða fyrir hvern leikdag áður en spilum er komið fyrir til að tryggja að sleðar eða rekkar séu óskemmdir, virki rétt og að ekki hafi verið átt við þá á þann hátt að heilindi leiksins verði dregin í efa.

1.5 Spil
Gildi spila í stokknum eru eftirfarandi:
i. Spil frá 2 til 10 hafa nafngildi sitt,
ii. Gosi, drottning, eða kóngur hafa gildið 10, og
iii. Ás getur haft gildin 1 eða 11 nema þegar ás með gildi 11 myndi gefa spilara stigafjölda yfir 21. Þá skal ás hafa gildið 1.
iv. Venjulegur Blackjack-stokkur skal innihalda 52 spil í fjórum sortum (hjarta, spaði, tígull og lauf) og hver sort innhalda spil frá 2 upp í 10 auk gosa, drottningar, kóngs og áss.

2.Veðmál

2.1 Almennar reglur

2.1.1 áður en fyrsta spil er gefið í hverri umferð skal spilari leggja fram veðmál. Veðmál skal greiða sem sigurlaun ef eitthvað af eftirfarandi gerist:
i. Summa stiga spilara er 21 eða lægri og summa gjafar er hærri en 21.
ii. Summa stiga spilara er hærri en summa stiga gjafara og stigasumma bæði gjafara og spilara fara ekki yfir 21, eða,
iii. spilari fær Blackjack og gjafari ekki.
iv. Veðmál munu tapast þegar spilari er ekki með sigurhönd, nema í þeim tilfellum sem gildi handar hans er jafnt gildi handar gjafarans. Gjafari mun safna öllu tapveðmálum, nema í frávikstilfellum.

2.1.2 Veðmál má ekki hækka, lækka eða draga til baka eftir að fyrstu gjöf nema í þeim tilfellum sem um skiptingu para, tvöföldun eða um tryggingarveðmál er að ræða. Öll veðmál í Blackjack verða að vera í samræmi við hugbúnað leiksins og tiltækt fé spilara.

2.1.3 Kerfið má ekki samþykkja nein veðmál, hækka þau eða draga til baka eftir að niðurtalningu lýkur og tíma til veðmála er lokið. Á þessu stigi skal gjafari tilkynna „Ekki fleiri veðmál“. „Ekki fleiri veðmál“ skal tilkynna áður en fyrsta spilið er dregið úr sleðanum.

2.1.4 Eftir að síðasta spilið er skannað og gjafari tilkynnir niðurstöðu umferðar mun kerfið sjálfkrafa sjá um veðmálin í borði. Kerfið mun safna öllum tapveðmálum og greiða út sigurlaun.
i. Lágmarks- og hámarksveðmál eru sýnd á leikskjánum.
ii.Spilarar bera ábyrgð á því að leggja veðmál sín rétt fram.
iii. Kerfið má hafna veðmáli ef það er lagt fram áður en spil eru gefin eða gefin á röngum tíma eða ef veðmál uppfyllir ekki reglur um lágmarks- eða hámarksveðmál eða vegna samskiptavillu við vefþjón.

2.1.5 Kerfisbilun mun leiða til ógildingar allra veðmála.

2.2. Jafntefli og undantekningar
Veðmál er ógilt og því skilað til leikmanns ef stigafjöldi spila spilara er jafn stigafjölda gjafara eða þegar báðir eru með Blackjack. Spilari tapar veðmáli ef gjafari er með Blackjack en stigafjöldi leikmanns er líka 21 án þess að vera með Blackjack. Spilari tapar veðmáli ef gildi bæði hans og gjafara fer yfir 21.

2.3 Borgun veðmála
i. Sigurlaun eru greidd út með líkum að lágmarki 1 á móti 1 að Blackjack undanskildum sem greiðist út með líkum 3 á móti 2 að minnsta kosti.
ii. Þegar stigafjöldi handa spilara og gjafara er jafn er það jafntefli, hvorugur vinnur né tapar.
iii.Ef stigafjöldi handar spilara fer yfir 21, er hann sprunginn og tapar veðmáli sínu.

2.4 Meðhöndlun veðmála
Eftir veðmál á tryggingalínu, veðmál við tvöföldun eða veðmál við skiptingu para hefur verið staðfest af hugbúnaði má enginn spilari meðhöndla, draga til baka eða breyta veðmálum uns hönd spilara hefur verið gerð upp.

2.5 Tryggingaveðmál

2.5.1 Ef fyrsta spil sem er gefið reynist ás má spilari leggja fram tryggingaveðmál sem vinnur ef falið spil gjafara er kóngur, drottning, gosi eða tíma en tapar ef falið spil gjafara er 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 eða 9. Tryggingaveðmál er lagt fram með því að leggja hálfa fjárhæð upphaflegs veðmáls undir. Spilari hafnar eða samþykkir tryggingaveðmál með því að smella á viðeigandi hnapp.

2.5.2 Tryggingaveðmál verður að leggja fram strax og seinna spilið er gefið til hvers leikmanns, eftir að spil gjafara er sýnt, og áður en viðbótarspil, umfram annað spilið, eru gefin til gjafara.

2.5.3 Öll sigurlaun tryggingaveðmála sem sigra eru greidd út með líkunum 2 á móti 1. Öllum töpuðum tryggingaveðmálum er safnað af hugbúnaði strax eftir að gjafari skoðar falið spil sitt.

2.6 Tvöföldun
Spilavíti getur veitt leyfi fyrir því að tvöfalda á hönd spilara sem þýðir aukaveðmál sem má ekki fara yfir upphaflegt veðmál spilara. Aðeins má gefa eitt aukaspil á þá hönd sem spilari hefur ákveðið að tvöfalda.

2.7 Skipting para
Ef fyrstu tvö spilin sem spilari fær eru jafngild að stigum má spilarinn skipta hendinni í tvær aðskildar hendur með því að veðja jafnmikið á seinni höndina . Ef spilari skiptir pörum skal gjafari gefa seinni spil á báðar hendur. Spilari verður að nema staðar eða draga. Spilari má ekki skipta pörum, þar með talin ásapör, oftar en einu sinni. Eftir vild spilavítisins getur aðeins fengið að draga eitt spil á hvorn ás. Þegar spilari dregur spil að gildi 10 eftir skiptingu ása mun það gilda sem 21 stig en ekki Blackjack.

3. Meðhöndlun spila og hagræðing

3.1 Skoðun og framsetning spila

3.1.1 Gjafari skal flokka og skoða spil eftir að hafa veitt þeim viðtöku. Gjafari skal tryggja að stokkurinn sé heill, og engin spil gölluð, rispuð eða merkt með nokkrum hætti.

3.1.2 Eftirlitsmaður skal dreifa spilum, með framhlið upp, einn stokk í einu eftir sort og í röð, þannig að greina megi hvert og eitt spil. Eftirlitskerfi spilavítisins skal taka ferlið upp á myndband.

3.1.3 Gjafari skal skoða, sýna, stokka og setja spilin í sleða á því Blackjack-borði sem spilað verður.

3.1.4 Þegar spil hafa verið fjarlægð af yfirborði spilaborðs og þar eftir tekin aftur í notkun, á hvaða borði sem er, skal gjafari endurskoða og sýna spilin á áðurgreindan máta.

3.2 Stokkun og endurstokkun

3.2.1 Að sýningu og skoðun spila loknum skal gjafari snúa spilum niður, rugla þeim vandlega með því að dreifa úr þeim og „hræra“ eða með sambærilegri aðferð, stokka þau og svo stafla þeim.

3.2.2 Eftir að búið er að gefa hvern stafla skal gjafari stokka spilin aftur svo þau blandist handahófskennt. Endurstokkun skal eiga sér stað að lokinni þeirri hönd sem er í gangi þegar skiptispili (e. cutting card) er náð.

3.2.3 Gjafari má stokka spilin að lokinn hverri hönd eftir vild spilavítisins.

3.3 Skipti
Eftir að spilin hafa verið stokkuð, verður gjafari að skipta stokknum.
i. Skiptispilið skal staðsetja 4 stokkum frá enda sleðans í Blackjack leikjum.
ii.Þegar skiptispilið hefur verið staðsett skal gjafarinn taka öll spilin fyrir framan skiptispilið og setja þau aftast í staflann.

3.4 Aðferð við spilagjöf
Spil má gefa úr gjafarsleða sem er sérstaklega til þess og staðsettur á borðinu, vinstra megin við gjafarann. Gjafari skal fjarlægja spil úr sleðanum og setja þau á réttan stað miðað við uppsetningu. Í upphafi umferðar skal gjafari byrja á vinstri hönd og halda áfram réttsælis og halda áfram í eftirfarandi röð:
i. Eitt spil snýr upp til allra spilara sem lagt hafa fram veðmál,
ii. Eitt spil snýr upp til gjafara,
iii. Annað spil snýr upp til allra spilara sem lagt hafa fram veðmál og
iv. Annað spil snýr niður að gjafara.

3.5
i. Eftir að tvö spil hafa verið gefin hverjum spilara og gjafara verður hverjum spilara gefin kostur á að tvöfalda, skipta pörum, nema staðar, draga eða taka tryggingaveðmáli.
ii. Spilari skal gefa fyrirætlan sína til kynna með stjórntækjum hugbúnaðarins áður en gefinn tími er útrunninn.
iii. Gjafari skal bíða eftir hugbúnaðarmerki um fyrirætlan áður en hann gefur spilara viðbótarspil eða færir sig að næsta spilara nema að stigafjöld spilara sé nákvæmlega 21 eða fari yfir 21 enda mun hugbúnaður í því tilviki gefa gjafara merki um að halda áfram. Ef spilari svarar ekki og úthlutaður tími rennur út á þess að spilari geri nokkuð mun hugbúnaður gefa gjafar til kynna að halda áfram án þess að gera nokkuð til viðbótar við hönd spilara.

3.6 Upptaka spila
Við lok umferðar skal gjafari taka öll spil í borði upp í röð frá hægri til vinstri og leggja eitt ofan á annað svo auðvelt sé að rekja hendur hvers spilara ef til vafa eða deilna kemur. Hver gjafari skal alltaf gæta þess að taka spilin upp í einni og sömu röð, alla vaktina. Gjafari skal fyrst taka upp eigin spil og nota þau til þess að taka upp spil spilara og bæta þeim við stafla í öfugri röð frá því sem var upphaflega, eða frá hægri til vinstri á þannig máta að spil gjafara séu neðst í staflanum þegar spil eru sett í rekkann fyrir notuð spil. Eftir upptöku skal setja öll spila gjafara og spilara í rekkann fyrir notuð spil.

3.7 Falið spil gjafara
Gjafari má ekki skoða, sýna né leyfa sýningu á framhlið falda spilsins síns fyrr en allir spilarar hafa fengið gefin þau spil sem þeir óska nema að sýnda spil gjafara sé ás. Ef sýnda spil gjafarans er ás mun hugbúnaður bjóða leikmönnum að kaupa tryggingu. Eftir að tími fyrir aðgerðina er liðinn mun gjafarinn fá merki frá hugbúnaðinum ef falda spilið gefur gjafara Blackjack.

4. Bannhegðun

4.1 Ekkert spilavíti eða önnur persóna má fjarlægja, bæta við eða breyta neinum spilum nema eins og gert er ráð fyrir í reglum þessum og enginn gjafari né annar starfsmaður spilavítisins munu heimila nokkurri persónu að stunda slíkt.

4.2 Gjafari skal ekki líta á né sýna nokkrum aðila, framhlið spils áður en það er gefið.

4.3 Enginn gjafari eða eftirlitsmaður mun ráðleggja leikmanni um leikáætlun né ráðleggja um hvað sé rétt að gera meðan spilari er enn með veðmál yfirstandandi á hendi.

4.4 Dráttur viðbótarspila af spilurum og gjöfurum
i. Spilari getur valið að draga viðbótarspil ef harðtala stigafjölda hans er lægri en 21. Spilari með Blackjack eða lina stigatölu upp á 21 er ekki boðið auka spil af hugbúnaðinum.
ii. Gjafari skal draga viðbótarspil á eigin hendi eins og hugbúnaður gefur til kynna uns gjafari hefur harða eða lina stigatölu upp á 17, 18, 19, 20 eða 21.
iii. Gjafari má ekki draga viðbótarspil á eigin hendi, burtséð frá stigatalningu, ef ákvarðanir hafa verið teknar af öllum leikmönnum og stigafjöldi á hönd gjafara mun ekki hafa nein áhrif á útkomu leiks.

4. Skilgreiningar og reglur fyrir Rúllettu

1.1 Skilgreiningar

Svart veðmál
Veðmál lagt á tölurnar sem eru svartar. Dálkaveðmál. Veðmál lagt á allar tólf (12) tölurnar í einum (1) dálki.

Hornaveðmál
Veðmál lagt á tölurnar fjórar (4) sem mynda horn.

Eða á eftirfarandi fjórar tölur:

• Núll (0)
• Einn (1)
• Tveir (2)
• Þrír (3)

Tylftarveðmál

Veðmál lagt á eitthvað eftirfarandi:

• Númerin einn til tólf (1-12)
• Númerin þrettán til tuttugu og fjórir (13-24)
• Númerin tuttugu og fimm til þrjátíu og sex (25-36)

Átján númera veðmál

Veðmál sem lagt er á eitt (1) af eftirfarandi:

• Númerin einn til átján (1-18)
• Númerin nítján til þrjátíu og sex (19-36)

Slétt veðmál

Veðmál sett á sléttar tölur rúllettuhjólsins.

Innra veðmál

Veðmál sem lagt er á svæði talnanna þrjátíu og sjö (37) sem mynda númerin á rúllettuhjólinu, þ.m.t. eftirfarandi:

• Hornaveðmál eða ferningsveðmál
• Fimm númera veðmál
• Línuveðmál
• Raðarveðmál
• Skipt veðmál
• Beint veðmál
• Götuveðmál
• Sex línu veðmál

Línveðmál

Veðmál lagt á númerin sex (6) í röðunum tveimur (2).

Oddaveðmál

Veðmál lagt á oddatölurnar í rúllettuhjólinu.

Ytra veðmál

Veðmál sem lagt er á svæðið utan talnanna þrjátíu og sjö (37), þ.m.t. eftirfarandi:

• Svart veðmál
• Dálkaveðmál
• Tylftarveðmál
• Átján númera veðmál
• Slétt veðmál
• Oddaveðmál
• Rautt veðmál
• Lágt/hátt veðmál

Eftirlitsmaður

Ábyrgðarmaður fyrir yfirstjórn framkvæmd leikja.

Rautt veðmál
Veðmál sett á tölurnar sem eru rauðar
Raðar- eða götuveðmál
Veðmál sett á þrjár (3) tölur í röð
Skipt veðmál
Veðmál sett á tvær (2) tölur
Beint veðmál

Veðmál sett á eftirfarandi:
• Eina tölu frá einum til þrjátíu og sex (1-36)
• Núll (0)

Götuveðál

Veðmál sett á þrjár (3) tölur í röð

1.2 Efnislegir eiginleikar rúllettuborðsins:

1.2.1 Rúlletta er spiluð á óstöðluðu 2000x950mm, gegnheilu viðarborði með hinu hefðbundna eins núlls evrópska rúllettu fyrirkomulagi.

1.2.2 Ef fleiri en eitt borð er í gangi verða rúllettuborðin að hafa auðkennisnúmer, nafn eða kóða, sem spilavítið úthlutar, á yfirborði spilaborðs eða innan notendaviðmóts spilara.

2. Veðmál

2.1 ALMENNAR REGLUR

2.1.1 Öll veðmál í rúllettu verður að setja fram með því að setja spilapeninga á viðeigandi svæði rúllettuborðsins. Spilarar mega halda áfram að leggja fram veðmál uns gjafari tilkynnir „Ekki fleiri veðmál“ eða „No more bets“(e.) eða kerfið blikkar rauðu.

2.1.2 Hver leikmaður ber ábyrgð á réttri staðsetningu veðmála sinna á rúllettuborðinu.

2.1.3 Hvert veðmál skal gert upp nákvæmlega eftir staðsetningu þess á borði þegar kúlan stöðvast í hólfi á hjólinu.

2.1.4 Lágmarks- og hámarksveðmál eru sýnd á leikskjánum.

2.1.5 Veðmáli má hafna áður en bolta er snúið ef það er ekki staðsett á réttum tíma, uppfyllir ekki skilyrði lágmarks- eða hámarksveðmála eða vegna samskiptaörðugleika við vefþjón leiks.

2.1.6 Kerfisbilun mun leiða til ógildingar allra sigurlauna og leikja.

2.2 Útborgun

Sigurlaun eru greidd út af kerfinu eftir líkunum sem hér fylgja:

ÚTBORGUNARLÍKUR

• Beint 35 á móti 1
• Skipt 17 á móti 1
• Götu 17 á móti 1
• 4 númer 11 á móti 1
• 6 númer 5 á móti 1
• Dálkur 2 á móti 1
• Tylft 2 á móti 1
• Rautt 1 á móti 1
• Svart 1 á móti 1
• Odda 1 á móti 1
• Slétt 1 á móti 1
• Lágt 1 á móti 1
• Hátt 1 á móti 1

3. Stjórnun og meðhöndlun hjólsins

3.1 Snúningur hjóls og kúlu

3.1.1 Gjafari skal snúa rúllettukúlunni í öfuga átt við snúning hjólsins og klára minnst þrjá snúninga til þess að teljast gildur snúningur.

3.1.2 Þegar kúlan staðnæmist í ákveðnu hólfi á hjólinu skal gjafari tilkynna númer þess hólfs.

3.1.3 Eftir að gjafari tilkynnir niðurstöður umferðarinnar mun kerfið sjálfkrafa sjá um að safna töpuðum veðmálum og greiða út sigurlaun.

3.2 Skoðun rúllettuhjóls og kúlu

3.2.1 Áður en rúllettuhjól er opnað skal eftirlitsmaður skoða hjólið með tilliti til útbúnaðs sem kynni að hafa áhrif á rétt virkni hjólsins.

3.2.2 Tryggja skal með skoðun, áður en spilun hefst, að rúllettuhjól sé lárétt.

3.2.3 Hjólinu skal snúið til að tryggja að allir hlutar snúist jafnt og án hindrana og að allir hlutar séu traustir og í góðu lagi.

3.3 Spilun

3.3.1 Rúlletta er spiluð á borði sem sett er saman úr tveimur hlutum, hjóli og borði.

3.3.2 Hjólinu er skipt meðfram jaðrinum í 37 handahófskenndar tölur. 1-36 og 0. Átján talnanna eru rauðar og átján þeirra eru svartar en 0 er græn tala.

3.3.3 Sömu tölurnar birtast í röð á borðinu, þar sem veðmál eru lögð fram. Á borðinu eru einnig svæði fyrir rauð veðmál og svört veðmál, odda- og slétt veðmál og fjölda annarra talnasamsetninga.

3.3.4 Spilari leggur fram veðmál á eina eða fleiri tölu og/eða talnasamsetningar. Gjafari snýr svo hjólinu í eina átt. Eftir því sem hægist á boltanum , fellur hann í eitt hólfanna og gefur með því til kynna sigurtöluna. Myndavélin mun þysja inn á sigurtöluna á hjólinu.

3.3.5 Sigurlaun veðmála fara eftir því hversu margir möguleikar eru dekkaðir. Því færri sem möguleikarnir eru, því hærri eru sigurlaunin. Eftir að öll veðmál hafa verið tekin og sigurlaun greidd eru ný veðmál lögð fram og boltanum snúið aftur.

5. Veðmálatakmarkanir

Veðmálatakmarkanir eiga við um:

 • Allar útgáfur Live Roulette - öll veð mál sem fara yfir 92% allra valmöguleika í veðmálum eru óheimil.
 • Allar útgáfur af Live Baccarat - óheimilt er að veðja á spilara og banka samtímis.
 • Allar útgáur af Live Sic Bo - óheimilt er að veðja á Stóran og Lítinn eða Oddatölur og Jafnar tölur samtímis.
 • Allar útgáfur af Live Dragon Tiger - óheimilt er að veðja á Dragon og Tiger samtímis.
 • Football Studio - óheimilt er að veðja á Heimaleikur og Útileikur samtímis.