Spilareglur

1. Baccarat-reglur
Markmiðið í Live Baccarat er að spá fyrir um hvor höndin mun vinna með því að hafa summuna sem næst 9.

Baccarat er spilað með átta spilastokkum, sem hver samanstendur af 52 spilum án jókera, með bakhlið spilanna af sama lit og sömu hönnun og með tveimur skiptispilum. Annað skal setja undir spilabunkann og hitt verður sjöunda neðsta spilið. Spilin skal taka úr sérhönnuðum gjafasleða.


1.1 Skilgreiningar

Hönd bankans
Höndin sem er lögð á svæðið merkt bankanum.

Hönd spilara
Höndin sem er lögð á svæðið merkt spilaranum.

"Natural"
Höndin sem er 8 eða 9 stig í upphaflegu 2 spilunum.

Jafntefli
Þegar spilarinn og bankinn eru með hendi sem er með sama stigafjölda.

Stigatalning
Stig teljast saman frá 0 til 9 út frá spilunum á hendinni. Ef summa spilanna á hendi er tveggja stafa tala er litið framhjá vinstri tölustafnum og hægri tölustafurinn myndar stigatalningu handarinnar. Dæmi: Summan er 16, (1) er dregið frá og eftir stendur (6).


1.2 Hvernig á að spila

Spilagildi eru sem hér segir:

- Ásar eru lægstu spilin og eru 1 stigs virði hver.
- Spil frá 2 til 9 eru nafngildsins virði. Tvistur tvö stig o.s.frv.
-Tíur og andlitsspil (gosar, drottningar og kóngar) eru hvert virði 0.

Aðeins tölugildi hvers spils skiptir máli, litur þess skiptir ekki máli.

Áður en gjafarinn byrjar að gefa spilin, verður þú að leggja undir á hvort spilarinn eða bankinn vinni með því að hafa höndina sem næst 9.
Það er möguleiki að veðja á að leiknum ljúki með #Tie" jafntefli (spilari og banki með sömu stigatölu).

Spilararnir fá tvö spil og bankinn fær tvö spil:
- Ef spilarinn eða bankinn er með "natural" 8 eða 9, mega þeir ekki halda áfram, undantekningarlaust.
- Ef spilari er með summuna 6 eða 7 má hann ekki halda áfram.
- Ef spilari heldur ekki áfram, má bankinn fá spil ef summa hans er 5 eða minna.
- Ef spilari er með summuna 5 eða minna fær hann sjálfkrafa þriðja spilið frá gjafaranum.
- Ef spilarinn fær þriðja spilið, fær bankinn þriðja spilið samkvæmt eftirfarandi:
  • Hönd bankans er samtals 0, 1, 2: Bankinn fær þriðja spilið.
  • Bankinn er með 3: Bankinn fær þriðja spilið nema þriðja spil spilarans er 8
  • Bankinn er með 4: Bankinn fær þriðja spilið ef þriðja spil spilarans er 2-7
  • Bankinn er með 5: Bankinn fær þriðja spilið ef þriðja spil spilarans er 4-7
  • Bankinn er með 6: Bankinn fær þriðja spilið ef þriðja spil spilarans er 6-7
  • Bankinn er með 7: Bankinn stendur

1.3 Útborganir

Vinningur spilara er greiddur 1:1.
Vinningur bankans er greiddur út 1:1 að frádreginni 5% þóknun af upphæðinni sem unnin er.
"Tie Bet" (Jafnteflisveðmál) er greitt út 8:1.
2. Blackjack-reglur
Markmið Live Blackjack er að ná hærri summu en gjafarinn en án þess að fara yfir 21. Besta höndin er Blackjack þegar summan af tveimur fyrstu spilunum er nákvæmlega 21.


2.1 Skilgreiningar

Blackjack
Ás og aukaspil með gildi tíu gefin sem fyrstu tvö spilin til spilara eða gjafara.

Falið spil
Spil sem er á hvolfi hjá gjafara. Spilið er áfram á hvolfi þar til allir spilarar hafa fengið spilin sem þeir hafa beðið um.

Borðskipulag
Feltið, dúkurinn eða annað efni sem þekur spilaflöt blackjack-borðs.

"Soft total" eða "soft point count"
Stigafjöldi á hendi sem inniheldur einn eða fleiri ása þar sem einn ás gildir ellefu.


2.2 Hvernig á að spila

Leikurinn er hýstur af gjafara og 7 spilarar sitja við borðið.
Leikurinn er spilaður með átta venjulegum 52 spila stokkum.

Spilagildi eru sem hér segir:
Spil frá 2 til 10 eru 2-10 virði.
Andlitsspil eru gosar, drottningar og kóngar sem eru virði 10.
Ásar eru 1 eða 11 virði hvort sem er hagstæðara fyrir höndina.

Áður en fyrsta spilið er gefið verður spilarinn að leggja undir veðmál sitt.
Gjafarinn gefur síðan hverjum spilara eitt spil sem snýr upp. Spilarinn á vinstri hönd fær fyrsta spilið og síðan heldur þetta áfram réttsælis þar til kemur að gjafaranum. Gjaldarinn gefur síðan spilurum annað spil sem snýr upp. Annað spil gjafarans vísar niður.

Blackjack
Ef gildi fyrstu tveggja spila handarinnar er nákvæmlega 21, þá er það Blackjack.

Trygging
Ef fyrsta spil gjafarans er ás hefurðu möguleika á að kaupa tryggingu til að vega upp á móti hættunni á að gjafarinn sé með blackjack - jafnvel þegar spilarinn er með blackjack. Tryggingarupphæðin er helmingurinn af aðalveðmáli spilarans. Umferðin heldur áfram ef gjafarinn er ekki með blackjack. Ef gjafarinn er með blackjack en spilarinn ekki, vinnur hönd gjafarans. Ef spilarinn og gjafarinn eru báðir með blackjack, vinnur hvorugur og veðmáli spilarans er skilað.

Double Down (tvöföldun), Hit (gefa) eða Stand (standa)
Casino gerir spilara kleift að leggja undir meira án þess að fara yfir upphaflegt virði veðmálsins á fyrstu tveimur spilunum sem spilaranum er gefin. Eitt spil verður gefið til viðbótar á höndina sem spilarinn hefur valið að double down (tvöfalda).
Spilari getur beðið um aukaspil til að bæta gildi handar sinnar. Spilarinn getur beðið um fleiri spil þar til hann er sáttur við gildi handarinnar.

Split (skipta)
Ef fyrstu tvö spilin sem spilari fær eru jafngild að stigum má spilarinn skipta hendinni í tvær aðskildar hendur og veðja jafnmikið á seinni höndina. Ef spilari skiptir pörum gefur gjafarinn annað spil á báðar hendur. Spilarinn verður að standa eða draga eftir að hann hefur fengið aukaspil á skipt par. Spilari má ekki skipta pörum (ásapörum líka) oftar en einu sinni. Spilari sem skiptir ásum má fá aðeins eitt spil gefið á hvorn ás. Þegar spilari dregur spil að gildi 10 eftir skiptingu ása mun það gilda sem 21 stig en ekki Blackjack.


2.3 Niðurstaða

Hönd spilara springur ef summa handar hans fer yfir 21.

Gjafarinn sýnir spilið sem vísaði niður eftir að allir spilararnir hafa lokið sér af. Gjafarinn verður að gefa sér spil ef hann er með 16 eða lægra og verður að standa ef hann er með soft "17" eða hærra.

Spilari vinnur þegar gildi lokahandarinnar hans er nær 21 en gjafarans eða þegar gjafarinn springur. Ef gildi handar spilarans er það sama og gjafarans endar þetta sem jafntefli og veðmálinu hans er skilað.

Blackjack er betra en hönd upp á 21 sem samanstendur af þremur eða fleiri spilum. Blackjack slær einnig við hönd upp á 21 sem er með skiptu pari.

Veðmáli er skilað til spilara þegar spilin hans eru jöfn spilum gjafarans eða þegar bæði gjafarinn og spilarinn hafa blackjack.


2.4 Hliðarveðmál

Blackjack leikurinn inniheldur valfrjáls hliðarveðmál–Fullkomin pör og 21+3. Spilari getur lagt undir hliðarveðmál ásamt aðal blackjack-veðmálinu sínu. Spilari á möguleika á að vinna á hvaða hliðarveðmáli sem er, óháð því hvort hann vinnur eða tapar á Blackjack-veðmálinu sínu.

Fullkomin pör
Fullkomin pör gefa möguleika á sigri ef fyrstu tvö spilin þín innihalda hvaða par sem er – t.d. tvær drottningar, tvo ása eða tvo þrista. Það eru þrjár gerðir af pörum, hvert með mismunandi útborgun:

Fullkomið par – sama sort, t.d. tveir spaðaásar.
Litapar – mismunandi sortir en í sama lit, t.d. tígultvistur og hjartatvistur.
Blandað par – mismunandi sortir en í ólíkum lit, t.d. hjartatía + laufatía.

21+3
21+3 veðmálið gefur möguleika á vinningi ef fyrstu tvö spil spilarans ásamt spili gjafarans sem snýr upp samanstanda af eftirfarandi vinningssamsetningum með mismunandi útborgun:

Sortaþrenna – t.d. 3 hjartadrottningar
Litaröð – í númeraröð og í sömu sort, t.d. hjartatía, hjartagosi og hjartadrottning.
Þrenna - þrjú spil af sömu gerð en í ólíkum sortum t.d. þrír mismunandi kóngar.
Röð - spil í réttri númeraröð en ekki í sömu sort eins og t.d. spaðatvistur, laufaþristur og hjartafjarki.
Litur - sama sort, t.d. 2, 6 og 10 í laufa.


2.5 Útborgun

Blackjack borgar 3:2
Vinningshönd borgar 1:1
Ef gjafarinn er með blackjack, borgar trygging 2:1

Fullkomin pör:
  • Fullkomið par 25:1
  • Litapar 12:1
  • Blandað par 6:1
21+3:
  • Sortaþrenna 100:1
  • Litaröð 40:1
  • Þrenna 30:1
  • Röð 10:1
  • Litur 5:1
3. Reglur Rúllettu
Markmiðið í rúllettu er að spá fyrir um töluna sem kúlan lendir á með því að leggja undir eitt eða fleiri veðmál sem ná yfir, eða að hluta til, yfir þá tilteknu tölu.


3.1 Skilgreiningar

Svart veðmál: veðmál á tölurnar sem eru svartar.

Dálkaveðmál: veðmál á allar tólf (12) tölurnar í einum (1) dálki.

Hornveðmál: Veðmál sem lagt er undir á tölurnar fjórar (4) sem mynda horn.
Eða á eftirfarandi fjórar tölur:
  • Núll (0)
  • Einn (1)
  • Tvo (2)
  • Þrjá (3)
Tólfuveðmál: veðmál lagt undir á eftirfarandi:
  • Tölurnar einn (1) til tólf (12)
  • Tölurnar þrettán (13) til og með tuttugu og fjögur (24)
  • Tölurnar tuttugu og fimm (25) til og með þrjátíu og sex (36)
  • Átján
Talnaveðmál: veðmál lagt undir á eftirfarandi:
  • Tölurnar einn (1) til og með átján (18)
  • Tölurnar nítján (19) til og með þrjátíu og sex (36)
Slétt veðmál: lagt undir á sléttar tölur rúllettuhjólsins

"Inside" veðmál: veðmál innan svæðisins þar sem þrjátíu og sjö tölurnar eru sem samsvara tölunum á rúllettuhjólinu, ásamt eftirfarandi:
  • Horna- (eða fernings)-veðmál
  • Fimm talna veðmál
  • Línuveðmál
  • Raðarveðmál
  • Skipt veðmál
  • "Straight up"-veðmál
  • "Street"-veðmál
  • Sex línu veðmál
Línuveðmál: veðmál lagt undir á sex tölur sem eru í tveimur röðum.

Oddatöluveðmál: veðmál lögð undir á oddatölur rúllettuhjólsins.

"Outside" veðmál:
Veðmál sem er lagt utan reitsins með tölunum þrjátíu og sjö með eftirfarandi:
  • Svart veðmál
  • Dálkaveðmál
  • Tólfuveðmál
  • Átján talna veðmál
  • Sléttra tölu veðmál
  • Oddatöluveðmál
  • Rautt veðmál
  • Lágt/Hátt veðmál
Rautt veðmál
Veðmál lagt undir á tölurnar sem eru rauðar

Raðar- eða "Street" veðmál
Veðmál lagt undir á þrjár tölur í röð

Skipt veðmál
Veðmál á tvær tölur

"Straight Up"-veðmál
Veðjað á eftirfarandi:
  • Eina tölu frá einum (1) til þrjátíu og sex (36)
  • Núll (0)
"Street"-veðmál
Veðmál lagt undir á þrjár tölur í röð


3.2 Veðmál: almennar reglur

- Öll veðmál á rúllettu fara fram með því að setja spilapeninga á viðeigandi svæði rúllettuflatarins. Spilarar mega halda áfram að leggja undir veðmál þar til gjafarinn tilkynnir að ekki verði tekið verið við fleiri veðmálum eða tímamælir kerfisins blikkar rauðu.

- Hver spilari er ábyrgur fyrir réttri staðsetningu veðmáls síns í rúllettu.

- Hvert veðmál skal afgreiða nákvæmlega í samræmi við stöðu kúlunnar í hólfi hjólsins.

- Leyfileg lágmarks- og hámarksveðmál eru sýnd á skjá leiksins.

- Veðmáli getur verið hafnað af kerfinu áður en kúlunni verður snúið vegna þess að það er ekki lagt undir í tæka tíð, uppfyllir ekki lágmarks- eða hámarksveðskilyrði eða bilun verður í samskiptum við leikjaþjóninn.

- Bilun í kerfinu leiðir til ógildingar á öllum greiðslum eða spilun.


3.3 Hvernig á að spila

Rúllettukúlan verður snúin af gjafaranum í gagnstæða átt við snúning hjólsins og hún verður að ljúka að minnsta kosti þremur snúningum um braut hjólsins til að vera gildur snúningur.
Gjafarinn tilkynnir töluna sem er í hólfinu þar sem kúlan stöðvast.

Eftir að gjafarinn tilkynnir niðurstöðu umferðarinnar sér kerfið sjálfkrafa um að safna saman tapveðmálum og greiða vinningsveðmál.

Hjólinu er skipt í 37 talnahólf; 1 til 36 og 0. Átján af tölunum eru rauðar og átján eru svartar og 0 er grænt.

Sömu tölur birtast í réttri röð á rúllettufletinum. Einnig eru rauðir og svartir reitir og fyrir odda- og sléttar tölur og ýmsar aðrar talnasamsetningar.

Spilarar veðja á eina eða fleiri af tölunum og/eða samsetningar. Gjafarinn snýr hjólinu í eina átt. Þegar kúlan hægir á sér dettur hún niður í eitt af númeruðu hólfunum og gefur til kynna vinningstöluna. Myndavélin stækkar síðan vinningsnúmerið á hjólinu.

Útborgun á veðmálum fer eftir því hversu margir möguleikar voru tryggðir með veðmálinu. Því færri möguleikar, því hærri er vinningurinn. Hjólinu er snúið aftur eftir að öll veðmálin hafa verið gerð upp.


3.4 Útborganir

Vinningsveðmál eru greidd með stuðlunum sem taldir eru upp hér að neðan:
  • "Straight" 35:1
  • "Split" 17:1
  • "Street" 11:1
  • 4-talna 8:1
  • 6-talna 5:1
  • "Column" (Dálkur) 2:1
  • Tólfa 2:1
  • Rautt 1:1
  • Svart 1:1
  • Oddatala 1:1
  • Slétt tala 1:1
  • Lágt 1:1
  • Hátt 1:1
4. Veðmálatakmarkanir
Veðmálatakmörkunum er beitt á:
  • Allar útgáfur af Live Rúllettu - öll veðmál sem ná yfir 92% af öllum veðmöguleikum eru ekki leyfð.
  • Allar útgáfur af Live Baccarat - óheimilt er að veðja á spilara og banka samtímis.
  • Allar útgáfur af Live Sic Bo - óheimilt er að veðja bæði á Hátt og lágt eða oddatölur og sléttar tölur samtímis.
  • Allar útgáfur af Live Dragon Tiger - óheimilt er að veðja á Dragon og Tiger samtímis.
  • Football Studio - óheimilt er að veðja á heima- og útilið samtímis.
5. Leikreglur annarra leikja
Smelltu á hjálpartáknið á meðan þú spilar leik til að skoða reglur hans. Skoðaðu skjámyndirnar hér að neðan til að sjá hvar hjálpartáknið er að finna, sem fer eftir leikjamiðlaranum í Live Casino.

Evolution:

Pragmatic Play:


Playtech:


BetgamesTV:


Authentic Gaming:

6. Veðskilyrði
Veðmál á flesta leiki í Casino og Live Casino stuðla að uppfyllingu veðskilyrða en sumir leikjanna eru mikilvægari en aðrir. Eftirfarandi eru veðskilyrði fyrir hverja einstaka leikjategund:
  • Spilakassar: 100%.
  • 50%: 6+ Poker, BetgamesTV Bet On Poker, Boom City, Buffalo Blitz Slot Live, Crazy Coin Flip, Crazy Time, Dead or Alive Saloon, Deal or No Deal, Dream Catcher, Everybody's Jackpot Live, Gonzo's Treasure Hunt Live, Lightning Dice, Live Adventure Beyond Wonderland, Live Deal or No Deal the Big Draw, Live Spin a Wind Wild, Mega Ball, Mega Wheel, Monopoly, Monopoly Big Ball, Playtech Bet On Poker, Side Bet City, Spin a Win, Sweet Bonanza Candyland, The Greatest Cards Show Live, The Money Drop Live, War of Bets
  • 15%: Allir aðrir leikir í beinni
  • Bonus money can not be used or wagered on: Allt lifandi Baccarat, Futbol Studio, Dragon Tiger, Football Studio, Lightning Baccarat, Super Sic Bo, Football Studio, Fan Tan, Bac bo, Live Football Card Showsdown, Live Sic Bo, Bet On Dragon Tiger, Mega Sic Bo, Bet On BaccaratAllir sem eru ekki í Live Casino: Roulette, Caribbean Stud, Crash & Casino Stud Poker: 10%
  • Allir sem eru ekki í Live Casino: Hold'Em, Red Dog, Pai Gow, Póker, Oasis Poker & Texas Hold'Em Poker leikir: 10%
  • Allir sem eru ekki í Live Casino: Beat Me, Blackjack, Pontoon & Video Poker: 5%