Meðferð Persónuupplýsinga

Betsson ber virðingu fyrir þínu næði. Við höfum komið á öryggisráðstöfunum vegna gagna þinna samkvæmt reglugerðum.

Gagnaverndin gengur út á að hvernig við meðhöndlum persónulegar upplýsingar þínar og á við BML Group Limited og þau fyrirtæki sem eru tengd því í Evrópu þar sem er vísað í "okkur" í greinargerðinni. Þessi greinargerð á ekki við önnur fyrirtæki innan Betsson-fyrirtækjagrúppunnar.

Loforð okkar varðandi gögn er að:
 • Halda gögnum þínum öruggum.
 • Ekki selja gögnin þín.
 • Stjórna og endurskoða markaðsval þitt hvenær sem er.

1. Hver við erum:

Athugaðu að gagnastjórnandi persónulegra upplýsinga þinna er BML Group Ltd, maltneskt fyrirtæki með skráð heimilisfang hjá 'Betsson Experience Centre', Ta' Xbiex Seafront, Ta' Xbiex, XBX 1027, Malta.
Reglurnar sem eru teknar fram í Gagnaverndarlögum eiga við öll tilvik þar sem BML Group Ltd meðhöndlar persónuupplýsingar þínar sem Gagnastjórnandi vegna ákvæðanna sem er lýst í þessum reglum. BML Group Ltd er hluti af Betsson Group.

2. Hvaða upplýsingar fáum við frá þér?

Upplýsingar sem þú kemur til skila: Við söfnum upplýsingum sem þú leggur fram sjálfviljug(ur) þegar þú nýtir þjónustu eins og þegar þú skráir þig sem Betsson viðskiptavinur. Upplýsingarnar sem þú leggur til eru byggðar á þjónustunni sem þú notar og þú getur ekki skráð reikninginn þinn án þess að gera grein fyrir eftirfarandi upplýsingum.
 • Tenglaupplýsingar eru:: nafn þitt, eftirnafn, heimilsfang, fæðingardagur, kyn, netfang, símanúmer og svæðisnúmer.
 • Fjárhagsupplýsingar til að framkvæma greiðslur á netinu. Við söfnum bankaupplýsingum þínum og færslugögnum til að afgreiða greiðslur til og frá reikningi þínum hjá okkur.
 • Vegna peningaþvættislaga ber okkur lagaleg skylda til að biðja þig um skjöl rétt eins og auðkennisskjöl eins og ljósmynd af þér, launaseðil eða reikning.
Upplýsingar sem við fáum frá þriðja aðila: Við gætum sameinað upplýsingar sem við fáum frá þér með upplýsingum sem við fáum frá öðrum aðilum eins og almennum gagnagrunnum, þeim sem útvega landfræðilegar upplýsingar og öðrum þriðjum aðilum. Vegna lögfræðilegra skyldna söfnum við viðskiptavinarupplýsingum (KYC) frá þriðju aðilum. Slíkum upplýsingum er eingöngu aflað ef þær eru nauðsynlegar fyrir aðgerðir samtakanna.

Upplýsingar sem er safnað sjálfkrafa frá tæki þínu: Við og þriðju aðilar í samstarfi við okkur gætu safnað upplýsingum sjálfkrafa frá tækinu þínu á ýmsan hátt eins og:
 • Í gegnum vafrann þinn eða tæki: Vissum upplýsingum er safnað af flestum vöfrum eða sjálfkrafa í gegnum tækið þitt eins og IP-tölu þína, tækjagerð, tungumál og Netvafrann sem þú notar. Við notum þessar upplýsingar til að tryggja að þjónusta okkar virki sem skyldi.
 • Í gegnum notkun þína á appi: Þegar þú hleður niður eða notar eitt appa okkar gætum við rakið og safnað notkun gagna eins og dagsetningu og tíma þegar tækið þitt vitjaði vefmiðla okkar og upplýsingar og skjöl sem hafa verið hlaðin niður í appið.
Til að sjá hvernig við notum kökur lesið þá Kökureglur okkar.

3. Hvernig notum við persónulegar upplýsingar þínar?

Við munum afgreiða persónuupplýsingar eins og lýst er í þessum skilyrðum. Við munum nota upplýsingarnar sem við söfnum til að stjórna vefsíðunum okkar og veita þjónustu sem þú þarfnast, til að stjórna fjárhagsfærslum, bregðast við spurningum þínum, uppfylla lögbundin skilyrði til að berjast gegn svikum og aðrar rannsóknir sem peningaþvættislög krefjast. Sem dæmi þá eru gögnin um þig notuð á eftirfarandi hátt:
 • Til að afgreiða skráningu þína, setja upp og líta eftir með reikningnum þínum (þar á meðal til að staðfesta aldur þinn og verjast svikum):
 • Til að stjórna leikjunum sem þú spilar, láta þig vita ef þú hefur unnið verðlaun eða fengið bónus;
 • Útvega, viðhalda, bæta og persónugera þjónustu og skilgreina hvernig viðskiptavinur nota þjónustuna og vefsíðuna;
 • Til að vita hverjar stillingar þú vilt og tryggja að upplýsingarnar á vefsíðunni okkar séu birtar á sem hagnýtastan hátt fyrir þig og tölvuna þína eða farsímatæki;
 • Til að senda þér þjónustuupplýsingar um reikninginn þinn og þjónustuna eða þegar þú hefur fengið tilboð sem þú getur notað á reikningnum þínum ef þú samþykktir að haft yrði samband við þig í markaðsskyni. Þú færð greiðan aðgang að stillingunum á reikningnum þínum til að stjórna markaðsstillingunum þínum. Þú getur valið hvenær sem er að fá ekki upplýsingar sem eru í markaðsskyni.
Í sumum tilvikum notum við persónuupplýsingar í rannsóknarskyni eins og til að meta reynslu viðskiptavina og bera kennsl á hvernig við getum bætt þjónustu okkar og vörur, bæta hönnun vara okkar eða meta skapandi herferðir til að sjá til þess að samskipti séu viðeigandi.

Við berum virðingu fyrir persónuvernd þinni og leggjum okkur fram við að standa undir lagalegum skilyrðum. Við áskiljum okkur rétt til að framfylgja verkferlum okkar lögum samkvæmt eða til að styðja við lagalega eða glæparannsókn.

Það sem við gerum ekki:
 • Við seljum ekki persónuupplýsingar þínar til þriðja aðila.
 • Upplýsingar þínar verða ekki afhentar þriðja aðila í markaðsskyni án samþykkis þíns. Þú getur breytt markaðsstillingum þínum hvenær sem er frá Reikningsstillingum þínum-> Markaðsstillingar.
4. Með hverjum gætum við deilt þessum upplýsingum?

Persónuupplýsingar þínar (vegna þess sem er lýst í þessum skilyrðum) er hægt að flytja eða afhenda hvaða fyrirtæki innan Betsson Group og samkvæmt viðeigandi samþykki þriðja aðila, afgreiðslu persónuupplýsinga að okkar hálfu, eins og til:
 • Aðila sem sá um símaþjónustu eða SMS farsímaþjónustu.
 • Greiðslumiðlarar okkar, byggt á valkostum þínum til að stjórna greiðslum þínum, innborgunum og útborgunum.
 • Svikadeild okkar og áhættumatsdeild til að tryggja öryggi gagna þinna og framfylgja lögbundnum skilyrðum.
 • Félagar okkar hjálpast að við að skapa betri reynslu handa þér byggt á þínu auðsýnilega samþykki.
 • Endrum og eins deilum við persónuupplýsingum þínum með samstarfsfyrirtækjum okkar í rannsóknarskyni og fyrir tölfræðigreiningu. Þú hefur rétt á að mótmæla meðferð okkar á gögnum þínum vegna rannsókna og tölfræðiúrvinnslu með því að senda mótmæli þín á dataprivacy@betssongroup.com.
Þegar yfirvöld krefjast þeirra gætum við látið persónuupplýsingar þínar viðkomandi ríkis-, íþrótta- eða eftirlitsstofnun í té. Persónuupplýsingar þínar gætu verið afhentar til íþróttasambands í tengslum við að viðhalda reglum íþróttar eða leiks og/eða að koma í veg fyrir glæpi og ennfremur ef Group telur ástæðu til að ætla að þú eigir þátt í því að brjóta slíkar reglur eða lög, viti af því að lög hafi verið brotin eða reglum eða ógni heilindum íþróttar eða leiks. Þessir aðilar gætu nýtt persónuupplýsingar þínar til að rannsaka eða bregðast við brotum samkvæmt sínum ferlum.

Við afhendum ekki gögnin þín til þriðju aðila nema þú hafir gefið okkur skýrt leyfi til þess eða þess er krafist samkvæmt lögum.

5. Hversu lengi höldum við eftir upplýsingum þínum?

Við munum halda eftir upplýsingunum eins lengi og nauðsynlegt er eins og tekið er fram í þessari reglugerð. Eftir að hafa lokað Betsson reikningnum munum við halda eftir upplýsingum þínum til að standa undir lögbundnum skyldum okkar eins og vegna skattalaga, peningaþvættislaga og annarra lögbundinna skilyrða til að leysa úr deilumálum. Fyrir ítarlegri upplýsingar umað halda eftir gögnum hafðu þá samband við okkur á dataprivacy@betssongroup.com og við látum þig fá gagnareglur fyrir þitt svæði.

6. Réttindi þín:

Þú hefur rétt á að óska eftir án kostnaðar uppruna og móttakendum vistuðu gagnanna sem og ástæðu vistunarinnar.
Þú hefur rétt á að leiðrétta, klára og eyða persónuupplýsingum þínum og flytja gögnin þín til annarra samtaka. Þú hefur rétt á að óska eftir auka upplýsingum um meðhöndlun á persónuupplýsingum þínum. Þú hefur einnig rétt að mótmæla afgreiðslu gagna þinna hjá okkur. Ef við höfum beðið um að vinna gögnin þín geturðu dregið til baka samþykki þitt fyrir því. Þú hefur rétt á að leggja fram kvörtun við yfirvald með tilvísun í Office of the Information and Data Protection Commissioner á Möltu.
Það eru undantekningar á þeim réttindum. Aðgangi að persónulegum upplýsingum gæti verið hafnað við sumar kringumstæður ef slíkt myndi afhjúpa persónulega hagi sem okkur er meinað að greina frá. Við gætum haldið eftir gögnum ef þú dregur til baka samþykki þitt því að okkur ber lögborin skylda til að vinna gögnin þín samkvæmt Peningaþvættislögunum.

7. Hvernig á að hafa samband við okkur:

Gagnastjórnandinn sem er ábyrgur fyrir persónulegu upplýsingum þínum vegna gagnaverndar Evrópusambandsins er:

BML Group Ltd, ATTN: Data Protection Officer, 'Betsson Experience Centre', Ta' Xbiex Seafront, Ta' Xbiex, XBX 1027, Malta. Netfang: dataprivacy@betssongroup.com.

Gagnaverndarsérfræðingur okkar er Adriana Minovic. Ef þú hefur einhverjar spurningar um gagnavernd eða gagnaöflun okkar hafðu þá samband við heimilisfangið eða netfangið fyrir neðan og taktu fram í hvaða landi þú býrð og eðli spurningarinnar.

Breytingar á gagnavernd.

Við munum gera breytingar og leiðréttingar á gagnavernd okkar og við munum láta þig vita um gang mála með því að senda þér tölvupóst eða skilaboð um breytingarnar. Við gefum þér færi á að samþykkja þessar breytingar. Breytingar taka gildi eftir að þú hefur samþykkt þær.

Dagsetning síðustu endurskoðunar: 13/01/2020